Góð stemmning á söngsal
Fyrir stuttu söfnuðust nemendur og kennarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja saman á sal og sungu. Er þetta orðin fastur liður í dagskrá hverrar annar. Að þessu sinni stóð söngsalurinn svo sannarlega undir nafni því hinn nýi salur skólans hentar óneitanlega betur undir uppákomur sem þessar en gamli salurinn. Kór FS leiddi sönginn og tók auk þess nokkur lög. Að venju var það Gunnlaugur Sigurðsson stærðfræðikennari og gítarleikari sem lék undir með aðstoð rótarans Daníels Galvez. Kjartan Már Kjartansson stjórnaði kórnum og Guðbrandur Einarsson lék undir á píanó ásamt Gunnlaugi. Eins og sést á myndunum var mikill fjöldi nemenda samankominn í salnum og stemmningin góð.
Myndir: Guðmann Kristþórsson.