Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Góð kvöldskemmtun
Laugardagur 5. september 2009 kl. 00:42

Góð kvöldskemmtun


Góð stemmning var á kvöldskemmtum Ljósanætur á hátíðarsvæðinu í kvöld. Skólamatur færði viðstöddum yl í kroppinn með því að bjóða upp á ljúffenga kjötsúpu sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
Dagskráin á hátíðarsviðinu hófst með barnasöngleik í umsjón Keflavíkurkirkju og í kjölfarið tróðu upp hljómsveitirnar Hrókar, Pakkið í Pakkhúsinu, Klassart, Deep Jimi & The Zep Creams og Lifun. Síðust á svið var GCD þar sem Júlíus Guðmundsson fyllti í skarð föður síns, Rúnars Júlíussonar, við hlið Bubba á sviðinu. 

Á morgun er svo þéttskipuð dagskrá framunan, m.a. hin vinsæla árganga og tónleikar í Duushúsum. Hátíðarsvæðið mun án efa iða af mannlífi langt fram á kvöld þegar deginum lýkur með flugeldasýningu. Nánari dagskrárliði er hægt að kynna sér á www.ljosanott.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Svipmyndir frá kvöldinu eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vf.is

----

VFmynd/elg