Góð gjöf til Stóru- Vogaskóla
Stóru Vogaskóli fékk góða gjöf á dögunum þegar fulltrúar frá Snertu ehf og Snertu Island ehf. komu færandi hendi með fjórtán ritþjálfa, sem eru tæki sem notuð eru til að þjálfa nemendur í fingrasetningu á lyklaborði.
Fyrirtækin höfðu frumkvæði að gjöfinni en þau eru staðsett í Vogum og starfa á sviði upplýsingatækni.
Margvísleg not eru að ritþjálfunum. M.a. er hægt að vinna efni í tækinu og færa inn á tölvu til að vinna frekar með hann og prenta út.
Forsvarsmenn skólans vilja færa Snertu bestu þakkir fyrir góðar og gagnlegar gjafir.
VF-mynd/Þorgils Á myndinni má sjá þá Kristinn Sigurþórsson og Magnús Steingrímsson frá Snertu afhenda Katli og Guðlaugu, nemendum í 2. bekk, ritþjálfa.
Fyrirtækin höfðu frumkvæði að gjöfinni en þau eru staðsett í Vogum og starfa á sviði upplýsingatækni.
Margvísleg not eru að ritþjálfunum. M.a. er hægt að vinna efni í tækinu og færa inn á tölvu til að vinna frekar með hann og prenta út.
Forsvarsmenn skólans vilja færa Snertu bestu þakkir fyrir góðar og gagnlegar gjafir.
VF-mynd/Þorgils Á myndinni má sjá þá Kristinn Sigurþórsson og Magnús Steingrímsson frá Snertu afhenda Katli og Guðlaugu, nemendum í 2. bekk, ritþjálfa.