Gluggaveður fyrir málara?
Það hefur viðrað vel til málningarvinnu á Suðurnesjum síðustu daga. Hitinn hefur verið vel yfir 10 gráðunum í marga daga. Skýjað hefur verið í dag en það kemur ekki í veg fyrir málningarvinnuna. Hins vegar féllu nokkrir rigningardropar fyrir fáeinum mínútum. Þá héldu margir að blíðan væri búin, en aðrir sögðu þetta eingöngu vera hitaskúr. Sólin er einnig að brjótast fram úr skýjunum og veðurkortin í sjónvarpinu í gær voru öll á einn veg. Hér verður blíða næstu daga.Meðfylgjandi málari var gripinn glóðvolgur við vinnu sína á Keflavíkurflugvelli í gærdag.
VF-mynd: Hilmar Bragi
VF-mynd: Hilmar Bragi