Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gluggagægir kom á hlaupahjóli á leikskólann Gimli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. desember 2021 kl. 12:45

Gluggagægir kom á hlaupahjóli á leikskólann Gimli

„Hvað heitir mamma þín?“, spurði lítill Njarðvíkursnáði á Leikskólanum Gimli í Njarðvík þegar Gluggagægir mætti í heimsókn til að heilsa upp á krakkana. Sá stutti fékk svarið hjá Gluggagægi: „Grýla, heitir hún.“ 

Það var skemmtileg jólastemmning í góðu veðri þegar sá rauðklæddi kom á rafhlaupahjólinu. Hann gaf krökkunum mandarínu og ræddi við þau. Mörg voru forvitin og spurðu hann spurninga. Leikin voru jólalög og gengið í kringum jólartré á útisvæðinu og svo fengu krakkarnir piparkökur og kakó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gluggagægir kvaddi krakkana og hjólaði heim á hlaupahjólinu við mikla hrifningu krakkanna.

Fleiri myndir eru í myndasafni og einnig myndskeið frá heimsókn Gluggagægis.

Gluggagægir á leikskólanum Gimli