GLUGGAÐ Í FUNDARGERÐIR REYKJANESBÆJAR SUÐURNESJABÆR!
Það virðist enn vera nokkuð torvelt fyrir aðila utan svæðisins að melta nýja nafnið á bæjarfélaginu, jafnvel þó að nær fimm ár séu liðin síðan bærinn hlaut nafngiftina Reykjanesbær. Nýlega barst bæjarráði erindi frá Iceland Review og var bréfið stílað til Suðurnesjabæjar og þess getið í bókunum ráðsins. Skemmst er frá því að segja að erindinu var vísað til afgreiðslu markaðs- og atvinnuráðs, sem vonandi sendir tímaritinu kaldar kveðjur frá Reykjanes Review.