Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glöð æska á Sjóaranum síkáta
Um sannkallaða fjölskyduhátíð var að ræða.
Mánudagur 2. júní 2014 kl. 09:47

Glöð æska á Sjóaranum síkáta

Heimafólk og gestir klæddu sig eftir veðri og nutu hátíðarinnar.

Sjóarinn síkáti fór fram síðustu daga í Grindavík og má sannarlega segja að um fjölskylduhátíð hafi verið að ræða. Fjölskyldufólk var áberandi á bryggjunni og þar í kring þegar Víkurfréttir bar að garði í gær. Þótt veðrið hafi sett töluvert strik í reikninginn létu ungir sem aldnir ekki votviðri og smávegis hvassviðri koma í veg fyrir að njóta glæsilegrar dagskrá sem var í boði. Fjöldi leiktækja var einnig á svæðinu og börnin undu sér vel. Yngsta kynslóðin söng og dansaði með Íþróttaálfinum og Sollu stirðu, fór snúning í veltubílnum, skellti sér á hestbak og hoppaði og skoppaði í köstulum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF/Olga Björt