Glimrandi góð þátttaka á 1. maí
Troðfullt var í Stapa þegar alþjóðlegur dagur verkafólks, 1. maí, var haldinn hátíðlegur. Í ár var yfirskrift dagsins „Húsnæðisöryggi: Sjálfsögð mannréttindi“.
Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður VSFK, setti hatíðardagskrána en á undan henni lék Guðmundur Hermannsson nokkur lög fyrir gesti. Þá flutti Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ ræðu. Kynnir dagsins var Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Leikfélag Keflavíkur sýndi brot út Litlu Hryllingsbúðinni, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson spiluðu nokkur lög og formlegri dagskrá lauk með söngsveitinni Víkingum. Að dagsskrá lokinni var boðið upp á léttar veitingar.
Meðfylgjandi myndir tók Óskar Birgisson.