Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gleymdi því að hann hafði unnið bíl
Sunnudagur 4. janúar 2004 kl. 18:12

Gleymdi því að hann hafði unnið bíl

Lionsklúbbur Njarðvíkur afhenti aðalvinninginn í árlegu jólahappdrætti sínu í gær. Vinningshafinn er Jón Guðni Svanbjörnsson, Mávabraut 9. Hann sá númerið sitt í Víkurfréttum en trúði því ekki, svo hann lagði sig og svaf vel. Síðan hringdi hann í símsvarann hjá happdrættinu og fékk staðfestingu á vinningnum. En honum lá ekki meira á en það að hann geymdi að hringja í happdrættið fram yfir áramót.

Þessi mynd var tekin þegar verið var að afhenda 1. vinninginn, bifreið  Peugeot 204 til vinningshafa, Jóns Guðna Svanbergssonar. Það er formaður fjáröflunarnefndar Magnús R Guðmansson sem afhendir vinninginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024