Gler og ljósmyndir í Saltfisksetrinu
Í dag opna listakonurnar Fríða Magga og Ragnheiður sýningu í Listasal Saltfisksetursins. Glergallerí Máni er glerlistasmiðja á Dalvík í eigu Hólmfríðar M Sigurðardóttur, Fríðu Möggu. Hún gerir munina sína úr endurnýttu rúðugleri og framleiðir mjög fjölbreytta vöru allt frá gluggaskrauti til matarstells.
Ragnheiður Arngrímsdóttir er áhugaljósmyndari og flugmaður. Hún starfaði sem flugkennari og flugmaður um árabil, en þegar fram leið ákvað hún að taka sér frí frá fluginu og snúa sér að uppeldi barnanna sinna. Ljósmyndun fylgdi fljótlega með sem áhugamál og hafa myndir hennar vakið athygli víða.
Sýningunni lýkur 5. okt. Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00 - 18:00.