Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gler í Grindavík
Miðvikudagur 11. apríl 2007 kl. 17:05

Gler í Grindavík

Steindóra Bergþórsdóttir glerlistakona opnar sýningu á glerlistaverkum í Saltfisksetrinu í Grindavík laugardaginn 14. apríl.

Þar sýnir Steindóra ýmis brædd glerverk unnin á hefðbundinn hátt og með blandaðri tækni. Þetta er önnur einkasýning Steindóru, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér á landi.

 

Steindóra útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og hefur að auki sótt fjölda námskeiða í myndlist sem tengjast úrvinnslu og meðferð glers.

Sýningu Steindóru lýkur sunnudaginn 29. apríl, en opið er daglega frá kl. 11 – 18.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024