Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gleður börnin með piparkökuhúsi
Ingunn bakaði húsið og föndraði skrautið.
Laugardagur 19. desember 2015 kl. 07:00

Gleður börnin með piparkökuhúsi

- Bjó til tíu piparkökuhús fyrir jólin í ár

Ingunn Pálsdóttir hefur í tæplega fjörutíu ár viðhaldið þeirri skemmtilegu hefð að baka piparkökuhús fyrir jólin og gefa börnum í fjölskyldunni. Í ár bakaði hún eitt til að hafa á sínu heimili og tíu í viðbótar til að gefa. „Börnin segja að jólin séu komin þegar ég kem með piparkökuhúsið,“ segir hún. Piparkökuhús Ingunnar eru alltaf skreytt með flórsykri og glimmeri á þakinu og ýmsu fallegu jólaskrauti í kring sem hún föndrar sjálf. Ingunn sigtar flórsykurinn aldrei á húsin fyrr en hún er búin að koma þeim til eigenda sinna því annars gæti hann fokið af á leiðinni. Börnin fá svo að velja um lit á glimmerinu sem fer yfir flórsykurinn á þakinu. 
 
Ingunn hefur alltaf notað sömu uppskriftina sem hún fékk í Vikunni. Eitt sinn gerðist það svo í flutningum að uppskriftin týndist en þá hafði Ingunn samband við Vikuna og fékk nýja. Ekki er úr vegi að fá ráðleggingar frá Ingunni um það hvernig er best að bera sig við piparkökuhúsagerð. Hún segir best að vera alveg í næði á meðan baksturinn fer fram og sjálf svarar hún jafnvel ekki í símann. „Best er svo að nota sykur til að líma samskeytin saman. Ég er með breiða pönnu og dýfi samskeytunum ofan í sykurinn. Svo tekur bara augnablik fyrir sykurinn að grípa og kólna.“ Deigið gerir Ingunn daginn sem baksturinn fer fram og geymir það ekki inni í ísskáp áður. Hún segir best að móta deigið sé sá háttur hafður á.
 
 
Ingunn Pálsdóttir við þrjú húsanna.
 
Hús sem bíður þess að verða flutt á áfangastað. Þegar þangað verður komið setur Ingunn flórsykur og glimmer á þakið.
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024