„Gleðjum lítil hjörtu á aðfangadagskvöld“
Guðrún Freyja Agnarsdóttir starfar þessa dagana í farþegaþjónustu IGS í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hún er búsett í Innri Njarðvík. Hún hvetur fólk til að láta gott af sér leiða um jólin.
Hvar ætlar þú að verja aðfangadegi?
„Hjá mömmu og pabba með allri fjölskyldunni.“
Ert þú byrjuð að kaupa jólagjafir?
„Allar gjafirnar klárar, meira að segja innpakkaðar!“
Ert þú með einhverjar hefðir um jólin?
„Já, súpa í forrétt og kalkúnn í aðalrétt, alltaf öll jól.“
Hvað verður í matinn á aðfangadag?
„Kalkúnn.“
Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin?
„Hmm..skelli sér á jólatónleika.“
Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig?
„Já, við mæðgur fórum með pakka undir jólatréð í Smáralind handa krökkum sem búa við fátækt á Íslandi. Hvetjum aðra til að gera það sama, látum gott af okkur leiða um jólin og gleðjum lítil hjörtu á aðfangadagskvöld.“