Gleðisveitin Breiðbandið í „beinni“ hér!
Gleðisveitin Breiðbandið heldur uppi stemmningunni á fésbókarsíðu Víkurfrétta á kosningakvöldi. Tónleikum sveitarinnar, sem haldnir voru í Frumleikhúsinu um síðustu helgi, verður sjónvarpað og hefst útsending kl. 20:00 og stendur til kl. 22:10.
Á tónleikunum flytur hljómsveitin öll sín bestu lög en Breiðbandið var stofnað árið 2003 og kom fram 300 sinnum á einum áratug en sveitin hefur ekkert leikið síðustu fimm ár.
Breiðbandið skipa þeir Magnús Sigurðsson, Ómar Ólafsson og Rúnar Ingi Hannah. Auk tónlistarflutnings þá segja þeir sögur af sjálfum sér. Margar af þeim sögum eru kannski ekki við hæfi barna.
Upptökuna af tónleikunum unnu þeir Þórhallur Arnar Vilbergsson, sem sá um hljóðritun en Hilmar Bragi Bárðarson myndaði og klippti skemmtunina.
Það var mikið hlegið í Frumleikhúsinu um síðustu helgi þegar gleðisveitin Breiðbandið kom þar fram og vonandi verður bara sama gleði með flutning tónleikanna á fésbók Víkurfrétta kl. 20:00.