GLEÐILEGT SUMAR!
Í dag er sumardagurinn fyrsti og honum er m.a. fagnað með skrúðgöngu í Reykjanesbæ undir forystu skáta úr Heiðabúum. Skrúðgangan fór fram í morgun í rigningu og vindi en endaði svo með skátamessu í Keflavíkurkirkju. Þá hefur dagskrá barnahátíðar í Reykjanesbæ staðið í allan dag. Meðfylgjandi myndir voru teknar í skrúðgöngunni í morgun og eru birtar hér með góðri kveðju um gleðilegt sumar frá ritstjórn Víkurfrétta.
Skrúðgangar heldur af stað upp Hringbrautina...
... og niður Faxabraut.
Af Faxabraut var haldið inn á Hafnargötuna...
... þar sem lúðrasveitin lék lög við hæfi dagsins.
Þessi var hins vegar langt á undan skrúðgöngunni með pott af Undanrennu.
Eins og sjá má var veðrið „myglað“ í dag...
... en skátarnir létu það ekki á sig fá.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson