Gleðilegt nýtt ár!
Víkurfréttir senda lesendum sínum nær og fjær og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og gleðilegt nýtt fréttaár með von um að 2010 verði okkur gæfuríkt og gott. Ekki er gott að segja til um hvort landsmenn hafi sprengt slæmt ár í burtu í gær eða fagnað svo vel nýju miðað við það mikla magn flugelda sem sást á himnum í gær.
Ritstjórn vf.is og Víkurfrétta vonast eftir góðu samstarfi við lesendur sína en síðla árs munu Víkurfréttir fagna 30 ára útgáfuafmæli og verður þess minnst með ýmsum hætti á árinu.
Ritstjórn Víkurfrétta og vf.is
Páll Ketilsson, ritstjóri
Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri
Ellert Grétarsson, blaðamaður.