Gleðileg jól
Flest bendir til að það verði hvít jól um mestallt land. Flestir landsmenn vilja heldur hvít jól en rauð og þeim verður að ósk sinni því búist er við éljagangi og snjókomu en þó bjartviðri austanlands. Hiti verður nálægt frostmarki. Það verður frekar hæg austlæg átt á morgun, þó hvassara norðvestanlands. Svo er spáð snjókomu um nær allt land á morgun. Víkurfréttir óska Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
VF-ljósmynd/HBB.