HS Veitur
HS Veitur

Mannlíf

Gleði með grasaferð
Fimmtudagur 29. júlí 2010 kl. 09:37

Gleði með grasaferð

Í Náttúruviku á Reykjanesi var m.a. boðið upp á grasaferð með Ásdísi Rögnu grasalækni þar sem hún fræddi þátttakendur um íslenskar lækningajurtir og áhrif þeirra til lækninga og heilsubóta. Svæðið, sem gengið var um skammt utan við Reykjanesbæ, skartaði sínu skrúðugasta í tilefni dagsins. Hvort sem um var að ræða hvönn, garðabrúðu, beitilyng, fífil, vallhumal eða hvaðanæva er fyrir augu bar var varla þverfótað fyrir náttúrulegum heilsubótarefnum, hvort sem var gegn meltingartruflunum, háum blóðþrýstingi, streitu eða sleni.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Þátttakendur voru sérstaklega glaðir með allan fróðleikinn sem Ásdís Ragna bauð upp á í gönguferðinni.
Náttúruvika Reykjanes stendur til mánudagsins 2. ágúst sjá dagskrárliði á www.natturuvika.is

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025