Gleði á öskudaginn í Reykjaneshöll
Það var svo sannarlega kátt í Reykjaneshöllinni í dag þegar Víkurfréttir mættu með myndavélina á svæðið. Krakkar í litríkum og skemmtilegum búningum fylltu húsið og voru hoppukastalar og limbó gríðarlega vinsæl meðal gesta. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og það var ekki laust við það að sælgæti væri á boðstólnum. Myndasafn frá gleðinni má sjá hér.