Glaumur og gleði á jólaballi bæjarstjóra
Mikil gleði ríkti meðal gesta frá Þroskahjálp á Suðurnesjum á árlegu jólaballi Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, og veitingamannsins Björns Vífils Þorleifssonar, sem haldið var á Ránni í dag. Söngkonan Védís Hervör flutti jólalög við undirleik Baldurs Guðmundssonar og jólasveinninn Skyrgámur kætti viðstadda. Jólaandinn sveif yfir vötnum og gestir voru duglegir að taka sporin í kringum jólatréð.
Víkurfréttir voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir.