GLÆSILEIKI ÁRSINS:
Blátt áfram í IllaharuniBláa lónið var opnað á nýjum stað í sumar. Glæsilegt mannvirki þar sem hönnun og fyrirkomulag er allt til fyrirmyndar. Aðsóknin sló líka öll met var fljótt komin í 80.000 gesti. Ólafur Ragnar Grímson forseti Íslands vígði mannvirkið og var þá í fylgdarliði Dorrit nokkur sem síðar kom í ljós að var ástkona forsetans...KOSTUR ÁRSINS:Svakalega er grasið græntGarðmenn skoðuðu kosti og galla sameiningar í ársbyrjun. Mikill áhugi er á sameiningu meðal Garðbúa, þ.e. allra nema þeirra sem sitja í sveitarstjórn. Niðurstaðan var: Neibb.HREMMINGAR ÁRSINS:Fjarlægðin gerir bjargið bláttStrákarnir á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni frá Grindavík unnu enn eitt björgunarafrekið á árinu þegar þeir björguðu skipi og áhöfn Eldhamars GK frá því að reka upp í Krísuvíkurbjargið. Sighvatur GK kom síðar og tók við tauginni og kom Eldhamri til hafnar í Grindavík. Skipverjar lofuðu björgunarliðið fyrir frammistöðu sína. Frábært!FALL ÁRSINS:Hvað finnst bæjarverkstjóranum?Meirihluti sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks í Grindavík féll á árinu. Ekki í hálku, heldur vegna ósamkomulags yfir því hver átti að stjórna í áhaldahúsinu. Hallgrímur, sonur Boga sagði sem sagt skilið við Óla Guðbjarts og fór í sæng með Samfylkingarmönnum. Lifi áhaldahúsið...LEIKUR ÁRSINS:Áfram vík...Keflvíkingar og Njarðvíkingar mættust í ótrúlegri viðureign í Renaultbikarnum í Laugardalshöll í byrjun febrúar. Leikur sem seint mun renna mönnum úr minni (hvernig var hann nú aftur?) hefur rækilega verið skráður á spjöld sögunnar. Sagt og skrifað...HEIMSÓKN ÁRSINS:Svona virkar þá lyftarinnFjórir ungir drengir, 8-13 ára, kíktu í heimsókn til Samherja í Grindavík á árinu og prófuðu þar lyftara fyrirtækisins - í óleyfi að vísu. Heimsóknin kostaði milljónir, því fyrirtækið var lagt í rúst að hluta. „Tvær milljónir“ sagði Hjalti Bogason hjá fyrirtækinu. Og svo lyfta...JEPPI ÁRSINS:Settu bara þrjú dollaramerkiDaníel Ben Þorgeirsson í Grindavík flutti inn jeppa ársins, glæsilegan Cadillac Escalade árgerð 1999 sem samkvæmt netsíðu framleiðanda kostar 46.525 dollara af færibandi verksmiðjunnar - fyrir utan tolla. Þegar blaðið spurðist fyrri um bílverðið hjá Daníel sagði hann: „Við skulum ekker vera að segja frá því. Settu bara þrjú dollaramerki“. Bílinn átti að tollafgreiða í Keflavík, en svo fór að bíllinn var ferjaður til Reykjavíkur og höfum við engar spurnir af honum síðan....