Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Glæsilegur sigur liðs Myllubakkaskóla í tækni- og hönnunarkeppni
Lið Myllubakkaskóla ásamt þjálfurum, þeim Ingibjörgu Jónu Kristinsdóttur, Írisi Dröfn Halldórsdóttur og Sveini Ólafi Magnússyni. Með þeim á myndinni eru Bryndís Guðmundsdóttir, skólastjóri og Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar.
Mánudagur 14. nóvember 2016 kl. 13:25

Glæsilegur sigur liðs Myllubakkaskóla í tækni- og hönnunarkeppni

- Hlutu einnig verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið

Liðið Myllarnir úr Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ sigraði í Tækni- og hönnunarkeppni First Lego League sem haldin var í Háskólabíói um liðna helgi og var þeim fagnað vel á sal skólans í morgun. Keppnin er haldin árlega á vegum Háskóla Íslands. Um tvö hundruð grunnskólanemendur í 6. til 10. bekk tóku þátt í keppninni í ár. Allir í liði Myllubakkaskóla eru í 7. bekk og var liðið var eina af Suðurnesjum í keppninni. Meðal verðlauna sem lið Myllubakkaskóla hlaut er réttur til þátttöku í úrslitakeppni First Lego League Scandinavia sem haldin verður í Bodø í Noregi 3. desember næstkomandi. Auk þess að sigra í keppninni fengu Myllarnir verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið.

Liðsmenn í Myllunum hafa undirbúið sig vel fyrir keppnina í rúma tvo mánuði. Keppnin byggir á mörgum þáttum, svo sem liðsheild, að hanna bíl (robot), að forrita hann og að leysa ákveðnar þrautir, vinna rannsóknarverkefni út frá ákveðnu vandamáli og koma með lausn. Einnig þurfti liðið að kynna verkefnið sitt fyrir keppnina og ákvað að heimsækja fræðslustjóra Reykjanesbæjar, Helga Arnarson og fleiri starfsmenn í Ráðhúsi Reykjanesbæjar síðasta föstudag. Helgi mætti fyrir hönd Reykjanesbæjar á sal Myllubakkaskóla í morgun. Hann sagði að margir starfsmenn hafi verið heillaðir af kynningunni á verkefninu og að sumum hafi jafnvel vöknað um augu, svo tilkomumikil var hún. „Til hamingju og við erum rosalega stolt af ykkur,“ var meðal þess sem Helgi sagði í ræðu sinni í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mark­miðið með keppn­inni er að efla færni og vekja áhuga ungs fólks á tækni og vís­ind­um. Þetta var í tólfta sinn sem keppn­in er hald­in hér á landi en hún bygg­ist á spenn­andi verk­efn­um sem jafn­framt örva ný­sköp­un, byggja upp sjálfs­traust og efla sam­skipta- og for­ystu­hæfni. Þema keppn­inn­ar í ár var sam­starf manna og dýra. 

Frá kynningu á verkefni liðs Myllubakkaskóla í ráðhúsi Reykjanesbæjar síðasta föstudag. 

Liðið skipa Aron Gauti Kristinsson, Gabriela Beben, Hafdís Eva Pálsdóttir, Hjörtur Máni Skúlason, Klaudia Kuleszewicz, María Rós Gunnarsdóttir, Sæþór Elí Bjarnason og Sávia Alves Andrade Guimaraes. Myndin var tekin í sal Myllubakkaskóla í morgun þegar Bryndís Guðmundsdóttir, skólastjóri Myllubakkaskóla afhenti liðinu blóm og hamingjuóskir með árangurinn. VF-mynd/dagnyhulda