Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsilegur árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna
Laugardagur 24. mars 2007 kl. 12:43

Glæsilegur árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Stærðfræðikeppni grunnskólanema var  haldin í 10. sinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 27.febrúar 2007. Þann 21. mars voru úrslitin svo kunngjörð. Þeir nemendur sem voru í 10 efstu sætunum í hverjum árgangi voru boðnir til verðlaunaafhendingar með foreldrum sínum og kennurum.

FS heldur keppnina árlega í samvinnu við Flensborgarskóla í Hafnarfirði en kennarar þar semja verkefnin. Fjölbrautaskóli Suðurnesja heldur þessa keppni til þess að auka veg stærðfræðinnar og til þess að glæða áhuga á henni. Auk þess líta fosrvarsmenn skólans á keppnina sem lið í að auka samstarf fjölbrautaskólans og grunnskólanna. Flestir af þeim sem keppa koma síðan í skólann sem nemendur og sumir af þeim hafa þegar hafið nám hér í FS með góðum árangri.

Að þessu sinni tóku 126 nemendur þátt í keppninni, 17 úr Grunnskóla Grindavíkur, 2 úr Gerðaskóla, 10 úr Grunnskólanum í Sandgerði, 28 úr Heiðarskóla, 28 úr Holtaskóla, 15 úr Myllubakkaskóla, 17 úr Njarðvíkurskóla og 9 úr Stóru-Vogaskóla.

Að vanda veitti Glitnir þremur efstu í hverjum aldurshópi peningaverðlaun. 25.000 fyrir 1. sæti, 15.000 fyrir 2. sæti og 10.000 fyrir 3. sæti og Verkfræðistofa Suðurnesja gaf þremur efstu í 10. bekk grafiska reiknivél. Allir í 10 efstu sætunum fengu viðurkenningarskjal.

Í 8. bekk voru 42 þátttakendur og voru úrslitin sem hér segir:
Í 6. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð
Birgir Valdimarsson úr Heiðarskóla, Elísabet Jónsdóttir úr Holtaskóla, Jón Böðvarsson úr Njarðvíkurskóla, María Ása Ásþórsdóttir úr Heiðarskóla og Sandra Sif Benediktsdóttir úr Gerðaskóla
Í 5. sæti var Kristjana Eir Jónsdóttir Myllubakkaskóla
Jöfn í 3.-4. sæti voru Cuong Monh Vu Myllubakkaskóla og Soffía Klemensdóttir Heiðarskóla
Í 2. sæti var Grétar Þór Sigurðsson Heiðarskóla
Í 1. sæti var Steinar Sindri Agnarsson Grunnskóla Grindavíkur.

Í 9. bekk voru þátttakendur 43 og þar voru
í 7. – 10. sæti þessir í stafrófsröð:  Ágúst  Helgi Árnason Myllubakkaskóla, Jóel Rósinkrans Kristjánsson Njarðvíkurskóla, Jóna Helena Bjarnadóttir Myllubakkaskóla og Sindri Snær Þorsteinsson Grunnskóla Grindavíkur.
Jöfn í  5.-6 sæti voru Kristján Helgi Olsen Ævarsson Heiðarskóla og Rakel Eva Eiríksdóttir Grunnskóla Grindavíkur.
Í 4. sæti var Ingunn Fanney Hauksdóttir Holtaskóla
Í 3. sæti var Sverrir Karl Björnsson Grunnskóla Grindavíkur
í 2. sæti var Bjarki Brynjólfsson Njarðvíkurskóla
Í 1. sæti var Hjalti Magnússon Grunnskóla Grindavíkur.

Í 10. bekk voru þátttakendur 41.
Í 6. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Alexander Reynir Ríkharðsson  Stóru-Vogaskóla,  Bjarki Rúnarsson Myllubakkaskóla, Oddrún Lára Friðgeirsdóttir Holtaskóla, Sveinn Valtýr Einarsson Holtaskóla og Viktor Bergmann Brynjarsson Grunnskóla Grindavíkur.
Í 5. sæti var Arnar Guðjón Skúlason Heiðarskóla.
Í 4. sæti var Aðalsteinn Axelsson Heiðarskóla
Í 3. sæti var Bjarni Benediktsson Holtaskóla
Í 2.sæti var Aron Freyr Jóhannsson Grunnskóla Grindavíkur
Í 1.sæti var Elín Óla Klemensdóttir Heiðarskóla

Vf-Myndir/Þorgils: 1: allur hópurinn ásamt styrkttaraðilum og aðstandendum keppninnar. 2: Elín Óla Klemenzdóttir, sigurvegari í 10. bekk ásamt fulltrúum Glitnis og Verkfræðistofu Suðurnesja,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024