Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsilegur 100.000 kr. snjallsími í ljósmyndaleik
Laugardagur 31. ágúst 2013 kl. 06:07

Glæsilegur 100.000 kr. snjallsími í ljósmyndaleik

Reykjanesbær og Víkurfréttir standa þetta árið fyrir skemmtilegum ljósmyndaleik í tengslum við Ljósanótt þar sem snjallsíminn getur fært fólki glæsilega vinninga. Nú leitum við til bæjarbúa og gesta til þess að fanga andrúmsloftið á einni glæsilegustu bæjarhátíð landins með ljósmyndum.

Það eina sem þú þarf að gera er að merkja myndina þína frá hátíðarhöldunum #ljosanott2013 á ljósmyndaforritinu Instagram. Myndin þarf á sem bestan hátt að fanga stemninguna á Ljósanótt og að sjálfsögðu skemmir ekki að myndin sé falleg og frumleg. Þriggja manna dómnefnd velur svo þrjár myndir sem hljóta glæsilega vinninga. Vinningshafar verða birtir í Víkurfréttum þann 12. september. Myndir verða einnig birtar á vefsíðu Víkurfrétta vf.is á meðan Ljósanótt stendur yfir.


Í fyrstu verðlaun er Nokia Lumia 925 farsími að verðmæti rúmlega 100.000 kr. frá Vodafone.

Fyrir annað sæti gefur Nettó úttekt í verslunum sínum fyrir verðmæti 20.000 kr.

Þriðja sætið hlýtur að launum miða í SAM-bíó fyrir fjóra þar sem popp og kók fylgir með. Gildir í öll SAM-bíóin.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024