Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsilegt morgunverðarhlaðborð Keflvíkinga
Hópurinn sem sá um að enginn færi svangur heim.
Mánudagur 9. september 2013 kl. 11:11

Glæsilegt morgunverðarhlaðborð Keflvíkinga

Komið til að vera

Fyrsta morgunverðarhlaðborð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var vel sótt en alls mættum yfir 300 manns í veisluna sem fram fór í sal Keflavíkur í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Á boðstólnum var beikon, egg, vöfflur, pylsur, bakaðar baunir, brauðmeti og álegg auk mikils úrvals gómsætra ávaxta.

Það var mál allra þeirra sem komu á þetta morgunverðarhlaðborð að þetta hefði heppnast ótrúlega vel og höfðu sumir á orði að þetta þyrfti helst að vera vikulega!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar voru hæstánægðir með viðtökurnar og stefna á að halda slíkt hlaðborð aftur að ári.

Michael Craion, Darrell Lewis og Andy Johnston tóku hraustlega til matar síns.

 

Fólk á öllum aldri lét sjá sig við Sunnubrautina.

Hlaðborðið var veglegt eins og sjá má.

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur ásamt fjölskyldu sinni.

VF-Myndir: POP