Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsilegt lúðrasveitamót í Grindavík
Fjöldi ungra og upprennandi tónlistarmanna settu svip sinn á bæinn.
Mánudagur 5. maí 2014 kl. 09:56

Glæsilegt lúðrasveitamót í Grindavík

Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi.

Tónlistin setti mark sitt á bæjarlíf Grindvíkinga um liðna helgi svo um munaði. Árlegt lúðrasveitamót Sambands íslenskra lúðrasveita, SÍSL, var haldið í bænum. Mótið gekk framúrskarandi vel og setti mikinn svip á bæjarlífið. Veðrið lék við mótsgesti á lokadaginn. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.

Æft var út um allan bæ, m.a. í grunnskólanum, Hópsskóla, slökkvistöðinni, íþróttahúsinu og Kvikunni. Mótinu lauk á sunnudag með tónleikum í íþróttahúsinu. Mótsgestir gistu í grunnskólanum og Hópsskóla. Haldnar voru kvöldvökur, farið í ratleiki og sundferðir o.fl. Gaman er að segja frá því að mótsgestir og fararstjórar höfðu orð á því að þetta væri með glæsilegri mótum sem haldið hefur verið og var mikil ánægja meðal þátttakenda, fararstjóra og stjórnenda með allan aðbúnað, aðstöðu og skipulagningu.

Tónlistarskólinn vill koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra er lögðu hönd á plóg og gerðu þetta glæsilega mót að veruleika. Framlag þeirra er ómetanlegt.

Hér fylgja nokkrar myndir frá mótinu en þær eru fengnar að láni frá Facebooksíðu SÍSL en þar má einnig finna fleiri myndir og myndskeið frá mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024