Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsilegt listaverk við sjávarsíðuna í Sandgerði
Þriðjudagur 30. ágúst 2016 kl. 09:00

Glæsilegt listaverk við sjávarsíðuna í Sandgerði

Á Sandgerðisdögum var afhjúpað listaverkið „Auga“ sem unnið var af listahóp Starfskóla Sandgerðisbæjar 3S í sumar undir leiðsögn Kolbrúnar Vídalín. Verkið er þrír rammar úr járni sem standa í varnargarðinum í fjörunni við Sjávarbraut og ramma þeir inn náttúrufegurðina í landslaginu. Við athöfina var boðið upp á kraftmikið trommuatriði frá Tónlistarskóla Sandgerðis sem og fulltúi 3S afhendi bæjarstjóranum, Sigrúnu Árndóttur listaverkið formlega. Eftir athöfnina brugðu krakkarnir á leik og römmuðu sig inn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024