Glæsilegt listaverk við Hafnargötuna í Reykjanesbæ
Búið er að mála listaverk á stóran vegg í bakgarði við Hafnargötu 77 í Reykjanesbæ. Listamennirnir Vahur Agar Vako og Helena Hanni frá Eistlandi máluðu þetta glæsilega listaverk. Það tók þau aðeins tvo daga að ljúka við það og létu þau ekki rigningu stöðva sig við að vinna verkið. Þau hafa verið á ferð um landið síðustu daga, notið náttúrunnar og málað listaverk.