GLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ Í STAPA
Jólahlaðborð Stapans hefur fengið góðar viðtökur. Fyrstu tvö kvöldin voru um síðustu helgi og var uppselt. Auk hlaðborðs sem var stórglæsilegt og svignaði undan kræsingum er boðið upp á skemmtidagskrá sen fékk góðar viðtökur. Tískusýningar, söngur grín og töfrabrögð.Einar Júlíusson söng fyrir gesti og Pétur Pókus gleypti eld og framti töfrabrögð. Þá kom Hellis-búinn, Bjarni Haukur Þórsson og lét gamminn geysa um íslenska karlmenn og konur. Það var síðan stóra systir fegurðardrottninganna, Helga Sigrún Harðardóttir, sem kynnti öll herlegheitin.Ekki var annað að heyra á gestum Stapans en kvöldstundin hafi verið frábær og maturinn var mjög vel útilátinn hjá Jóni M. Harðarsyni og starfsfólki hans í Stapanum.