Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsilegt herrakvöld fótboltans 29. apríl
Fimmtudagur 21. apríl 2011 kl. 02:38

Glæsilegt herrakvöld fótboltans 29. apríl

Hið árlega herrakvöld knattspyrnudeildar verður haldið föstudaginn 29. apríl í veitingahúsinu Vör. Að þessu sinni verur bimsalt herrakvöld að hætti Bíbbans en á boðstólum verður glæsilegt sjávarréttahlaðborð. Þema kvöldsins verður Sjóarinn síkáti - söngur og gleði í anda sjómanna enda eru þeir einhverjir hörðustu stuðningsmenn Grindavíkurliðsins. Dagskráin er glæsileg:


Um veislustjórn og ræður kvöldsins sjá Guðmundur Ólafsson leikari og rithöfundur og Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis og fyrrverandi leikmaður Grindavíkur.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma.
Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður tekur lagið.
Íslensk knattspyrna í 100 ár.
Kynning á nýjum leikmönnum.
Þjálfarar Grindavíkur fara yfir komandi sumar.
Spurningakeppni.
Uppboð.
Happdrætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Húsið opnar kl 19:00 og að sjálfsögðu mæta allir að hætti sjómanna.
Miðasala fer fram í Gula húsinu og hjá stjórnarmönnum knattspyrnudeildar. Einnig er hægt að panta miða á [email protected]


Pepsideild karla hefst svo 3 dögum síðar þegar Grindavík sækir Fylki heim þann 2. maí.