Glæsilegt glerlistaverk
Myndlistarkonan Halla Har hefur nýlokið við glæsilegt glerlistaverk sem staðsett er í andyri Hótel Keflavíkur.
„Verkið er hannað í stíl við hótelið en þegar ég vinn svona verk þá fer ég alltaf á staðinn og vinn út frá umhverfinu. Ég reyni að tengja umhverfið með glerinu, þetta á ekki að vera þannig að verkið skeri sig úr heldur falli vel inní, og maður fær það á tilfinninguna að það hafi alltaf verið þarna“, segir Halla.
Glerið er munnblásið og dreifist á nokkra glugga í anddyrinu en myndar þó sterkan heildarsvip. Yfir útihurðinni er merki hótelsins í bláum tónum og skreytt með koparkúlum sem kemur mjög vel út enda er Steinþór Jónsson hótelstjóri, mjög ánægður með útkomuna.
„Halla er fremst á þessu sviði á Íslandi, þótt víðar væri leitað, og það er gaman að hún skuli vera héðan af svæðinu“, segir Steinþór.
Halla hefur haft í nógu að snúast í sumar en hún skreytti m.a. stóran glugga á Heilsugæslustöðinni á Hvammstanga, fjóra glugga í Valþjófsstaðakirkju fyrir austan og einbýlishús í Þýskalandi. Framundan eru tvær sýningar, önnur í Danmörku og hin í Gallerí Reykjavík við Skólavörðustíg í Reykjavík.
„Það er líka alltaf nóg að gera í málverkunum og fólki er velkomið að kíkja til mín að Heiðarbrún 14 í Keflavík og skoða það sem ég er að gera“, segir Halla og stillir sér upp fyrir myndatöku ásamt Steinþóri framan við nýja glerlistaverkið.
„Verkið er hannað í stíl við hótelið en þegar ég vinn svona verk þá fer ég alltaf á staðinn og vinn út frá umhverfinu. Ég reyni að tengja umhverfið með glerinu, þetta á ekki að vera þannig að verkið skeri sig úr heldur falli vel inní, og maður fær það á tilfinninguna að það hafi alltaf verið þarna“, segir Halla.
Glerið er munnblásið og dreifist á nokkra glugga í anddyrinu en myndar þó sterkan heildarsvip. Yfir útihurðinni er merki hótelsins í bláum tónum og skreytt með koparkúlum sem kemur mjög vel út enda er Steinþór Jónsson hótelstjóri, mjög ánægður með útkomuna.
„Halla er fremst á þessu sviði á Íslandi, þótt víðar væri leitað, og það er gaman að hún skuli vera héðan af svæðinu“, segir Steinþór.
Halla hefur haft í nógu að snúast í sumar en hún skreytti m.a. stóran glugga á Heilsugæslustöðinni á Hvammstanga, fjóra glugga í Valþjófsstaðakirkju fyrir austan og einbýlishús í Þýskalandi. Framundan eru tvær sýningar, önnur í Danmörku og hin í Gallerí Reykjavík við Skólavörðustíg í Reykjavík.
„Það er líka alltaf nóg að gera í málverkunum og fólki er velkomið að kíkja til mín að Heiðarbrún 14 í Keflavík og skoða það sem ég er að gera“, segir Halla og stillir sér upp fyrir myndatöku ásamt Steinþóri framan við nýja glerlistaverkið.