Glæsilegt afrek grindvískra afrekskvenna
Grindvískar afrekskonur stóðu sig aldeilis frábærlega í Kanaríeyja ofurhlaupinu nú í vikunni, sem nefnist Trans Gran Canaria. Þær þrjár sem fóru lengst eða 123 km, þær Chrstine Bucholz, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og María Jóhannesdóttir, hlupu þessa ótrúlegu vegalengd á 29 klukkustundum og 11 mínútum en þær komu allar saman í markið.
Hlaupið er gríðarlega erfitt enda er 8 km upphækkun á leiðinni. Hlaupið gekk vel en hér má sjá kynningarmyndband um þetta hlaup sem sést vel hæðirnar og fjöllin sem hlaupararnir þurftu að fara.
Nánar hér um afrekið þeirra.