Glæsilegir óperutónleikar í dráttarbrautinni
Óperuveisla hófst í Reykjanesbæ í gærkvöldi með glæsibrag, þegar óperan Gianni Schicchi, eftir Puccini í íslenskri þýðingu Jóhanns Smára Sævarssonar og Requiem, sálumessa eftir Sigurð Sævarsson, voru frumfluttar. Tónleikarnir fóru fram á dráttarbrautinni í Grófinni og var fullt út úr dyrum. Söngvurum og hljóðfæraleikurum var klappað lof í lófa að lokinni sýningu. Önnur sýning verðu í kvöld og sú þriðja og síðasta á sunnudagskvöld. Miðasala er í síma 421-6623 og við innganginn. Sýningar hefjast kl. 20 og þeim lýkur kl. 22.
Ljósmyndasýning frá sýningunni hér að neðan.
Ljósmyndasýning frá sýningunni hér að neðan.