Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsilegir jólatónleikar í Hljómahöll
Föstudagur 23. október 2015 kl. 13:12

Glæsilegir jólatónleikar í Hljómahöll

– „Jólin koma í Reykjanesbæ“ 18. desember

Þann 18. desember verða stórglæsilegir tónleikar í Hljómahöllinni sem eiga sér enga hliðstæðu í jólatónleikahaldi á Suðurnesjum.

Þeir sem framkoma eru ekki af verri endanum því þrír af vinsælustu söngvurum landsins, hvort sem að litið sé til jólatónlistar eða popptónlistar yfir höfuð, ætla að mæta og syngja inn jólin með úrvals hljóðfæraleikurum.

Það er ekki oft sem að Suðurnesjamönum og meyjum gefst kostur á að sækja svona flotta jólatónleika í heimabyggð og því er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst áður en það verður of seint.

Miðaverði hefur verið stillt í hóf og kostar aðeins 5.900 á þessa glæsilegu tónleika. Ekki nóg með það, heldur verða fyrstu 100 miðarnir seldir með 1.000 kr afslætti, eða á 4.900 kr.

Forsala miða hefst föstudaginn 23. október kl 13:00 og fer fram á www.tix.is. Þeir sem ekki hafa kost á að kaupa sér miða með kreditkorti geta keypt miða hjá Rúnu í Galleri Keflavík með reiðufé.

Húsið opnar kl 19:00. Þar sem að ekki verða númeruð sæti er skynsamlegt að mæta snemma til að ná góðum sætum.

JÓLIN KOMA er unnið í samstarfi við Kaffitár þar sem þú færð kaffi frá býli í bolla, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024