Glæsilegir dansarar
Ungir dansarar úr Reykjanesbæ gerðu mikla lukku bæði á hátíðarsviði Ljósanætur og einnig í porti við Svarta pakkhúsið. Á hátíðarsviðinu var það balletsýning sem gladdi augu áhorfenda en við Svarta pakkhúsið var dansinn nútímalegri og var við taktfastari tónlist. Meðfylgjandi mynd er af balletflokknum frá BRYN ballett akademíunni á Ásbrú, sem sýndi á hátíðarsviðinu.
VF-mynd: Páll Ketilsson