Glæsilegasta hótel landsins er í Keflavík
Hótel Keflavík er 14 ára gamalt hótel sem stendur í miðbæ Reykjanesbæjar. Hótelið er í eigu feðganna Steinþórs Jónssonar og Jóns Williams Magnússonar, en þeir hafa átt og rekið hótelið frá stofnun þess árið 1986. Hótelið er fyrsta flokks og býður upp á nánast alla þá þjónustu sem viðskiptavinir gætu óskað sér. 82 herbergi eru á hótelinu og þar af átta svítur af mismunandi stærðum. Aðbúnaður í hótelherbergjum er einn sá besti hér á landi, en í hverju herbergi má m.a. finna 14 rása sjónvarpskerfi, geislaspilara, smábar, síma, peningaskáp, buxnapressu, hárþurrku, grill og tölvutengi. Einnig eru nuddbaðkör í nokkrum herbergjum. Morgunverður er veittur árla morguns fyrir gesti hótelsins sem þurfa að fara snemma í flug, en boðið er upp á akstur að flugstöð og bílageymslu innanhúss sem er endurgjaldslaus. Þá er einnig eðalvagnaþjónusta fyrir þá sem þess óska. Þrír salir eru á hótelinu fyrir ráðstefnur, veislur o.fl. Verslunarmannasalurinn tekur 60 manns í sæti. Hann er ráðstefnu- og fundasalur með skjá- varpa, myndvarpa og öllu því sem þarf til ráðstefnuhalds. Sólsetrið tekur einnig 60 manns, en Cafe Iðnó tekur 50, en hægt er að fá veitingar í þeim sölum.700m2 líkamsræktarstöð er í kjallara hótelsins með fullútbúnum tækjasal, ásamt spinning og aerobic sölum. Þá eru þar einir átta ljósabekkir, nudd, sauna og heitur pottur, en líkamsræktarstöðin er sú stærsta í Reykjanesbæ.