Glæsileg tónlistaratriði á stóra sviðinu
Það var sannkölluð tónlistarveisla á stóra sviðinu á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi, laugardagskvöld. Það var ekkert til sparað hjá Sparisjóðnum í Keflavík, sem fagnar 100 ára afmæli síðar á árinu, þegar kom að því að velja flytjendur á stóra sviðið. Víða var leitað fanga, m.a. í Senegal og Sandgerði. Systkinin í Klassart (með fimm störnur í Morgunblaðinu) stóðu fyrir sínu og það gerðu einnig Jóhann Helgason og Rúnar Júlíusson þegar þeir fluttu Ljósanæturlagið 2007. Þá duttu Rúnar og félagar í GCD-gírinn við góðar undirtektir. Ljótu hálfvitarnir sviku engan og það gerðu heldur ekki kanónurnar Jogvan hinn færeyski sem tryllti lýðinn og ekki voru undirtektirnar minni þegar Garðar Thor Cortes þandi raddböndin svo undir tók í Berginu.
Mynd: Jogvan, hinn færeyski, á stóra sviðinu í kvöld. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mynd: Jogvan, hinn færeyski, á stóra sviðinu í kvöld. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson