Glæsileg tískusýning í Atlantic Studios
Heklugos verður haldið fimmtudaginn 16. maí n.k. en þar verður boðið upp á glæsilega tískusýningu sem fer fram í Atlantic Studeos kl. 20:00.
Þeir hönnuðir sem taka þátt eru Spíral, Mýr Design, Líber, Agnes, MeMe og Duty Free Fashion.
Kynnt verður kraftmikil hönnun af Suðurnesjum og verða módel öll af svæðinu. Þá munu förðunarfræðingar leggja fram vinnu sína og hárgreiðslustofur á Suðurnesjum taka jafnframt þátt í verkefninu.
Umgjörð verður öll hin glæsilegasta og eru gestir hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.