Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Glæsileg þrettándagleði á laugardaginn í Grindavíkurbæ
Fimmtudagur 5. janúar 2012 kl. 13:55

Glæsileg þrettándagleði á laugardaginn í Grindavíkurbæ

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur árlegri þrettándagleði verið frestað til laugardagsins 7. janúar 2012.
Dagskráin hefur aldrei verið veglegri og er eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kl. 13:30 - 16:30 Börn ganga í hús og sníkja nammi.

Kl. 16:30 Andlitsmálun í anddyri íþróttahússins - skráning í búningakeppnina. Keppnin verður þrískipt, leikskólabörn, 1. - 4. bekkur og 5. - 7. bekkur.

Kl. 17:00 Dagskrá í íþróttahúsi:
Atriði frá fimleikadeild
Álfakóngur og álfadrottning syngja
Dans ársins - nemendur frá Dansskóla Hörpu sýna
Útnefning á Grindvíking ársins
Úrslit úr búningakeppni
Jólasveinar koma í heimsókn

Kl. 17:30 - 18:00 Grímuball - allir taka þátt.

Kl. 18:00 Gengið fylktu liði niður að Kviku, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur - kyndilberar frá unglingadeildinni Hafbjörgu.

Kl. 18:15 Glæsileg flugeldasýning í boði Grindavíkurbæjar.

Kaffi- og eða sjoppusala í íþróttahúsinu á vegum 8. flokks í körfuknattleik. Allur ágóði rennur í ferðasjóð.

ATH: þeim tilmælum er beint til foreldra, að sú hefð, að börn og unglingar gangi í hús og sníki sælgæti verði framkvæmd á laugardag en ekki föstudaginn 6. janúar.

ATH: Breyting á dagsetningu er gerð í samráði við Björgunarsveitina Þorbjörn.

Þrettándagleðin er samstarfsverkefni Frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.

Grindavíkurbær óskar öllum bæjarbúum velfarnaðar á árinu 2012.

Sjá nánar: http://www.grindavik.is/v/8558