Glæsileg þjóðhátíðarhöld á Suðurnesjum
Hátíðarhöldin á Suðurnesjum fóru vel fram í dag og viðraði ágætlega þrátt fyrir að um stund hafi úðað á hátíðargesti. Meðfylgjandi mynd var tekin í skrúðgöngunni sem fer frá Keflavíkurkirkju, sem leið liggur í gegnum miðbæinn og niður í Srkúðgarð þar sem Eydís Eyjólfsdóttir fyrrum skátaforingi hífði íslenska fánann að húni.
Fleiri myndir frá Reykjanesbæ og hinum sveitarfélögunum eru væntanlegar hingað á vf.is síðar í dag.
VF-mynd/Þorgils