Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsileg sýning á bátum Gríms í íþróttahúsinu
Fimmtudagur 5. júlí 2007 kl. 19:08

Glæsileg sýning á bátum Gríms í íþróttahúsinu

Glæsileg sýning opnaði í íþróttahúsinu í Sunnubraut í dag, en um er að ræða sögusýningu á bátalíkönum úr safni Gríms Karlssonar skipstjóra og ýmsum munum og myndum úr hans safni. Ber sýningin yfirskriftina Hafið- Skipslíkön, myndir og munir.

Áhugahópurinn um bátasafn Gríms stendur fyrir þessari sýningu ásamt Reykjanesbæ og eru þar um 30 líkön, mörg hver nýleg og hafa ekki verið sýnd áður.

Nokkur fjöldi manna kom á sýninguna, margir hverjir gamlir sjóarar og útgerðarmenn sem könnuðust við mörg skipin, og skiptust á gömlum sögum um kollega, lífs og liðna.

Sýningin verður opin alla daga frá kl. 13.00 – 17.00 og stendur fram yfir verslunarmannahelgi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


VF-myndir/Þorgils - Frá opnuninni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024