Glæsileg sviðsmynd á óperuhátíð í Reykjanesbæ
Nú er aftur að koma að sannkallaðri Óperuhátíð í Reykjanesbæ. Nú er það óperan Eugence Onegin eftir Tschaikovsky sem verður flutt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þetta verður töluvert stærri uppfærsla en TOSCA eftir Puccini sem hópurinn flutti í fyrra og sló svo eftirminnanlega í gegn. Minnt er á að miðasala er hafi á miði.is og eru allir hvattir til að tryggja sé miða í tíma á þessa óvanalegu og spennandi sýningu.
Jóhann Smári Sævarsson sem sér um leikstjórn á verkinu og leikur eitt aðalhlutverka sagði í samtali við Víkurfréttir að sviðsmyndin væri með þeim glæsilegri sem sést hefði hérlendis en verkið verður flutt í bæði Hljómahöll og Stapanum á tveimur sviðum þar sem áhorfendur verða í miklu návígi við leikarana.