Glæsileg setningarhátíð Menningarviku
Menningarvika Grindavíkur var sett við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju í gær. Uppistaðan í dagskránni voru tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Grindavíkur en auk þess fluttu Valdís Kristinsdóttir formaður menningarnefndar og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri ávörp. Nemendur í Hópsskóla tóku lagið, myndband var sýnt frá krökkunum á Króki og þá voru afhent menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2011 eins og kemur fram hér.
Dagskrá menningarvikunnar er glæsileg en hana er hægt að kynna sér hér á heimasíðunni. Hver viðburðurinn rekur annan en þetta er þriðja árið í röð sem menningarvikan auðgar mannlíf í bænum.
Frétt og myndir af vef Grindavíkurbæjar.