Glæsileg lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, Sandra D. Friðriksdóttir vann
Ytri-Njarðvíkurkirkja var þétt setin seinnipartinn í gær þegar lokahátið Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurnesjum, utan Grindavíkur, fór fram. Sigurvegari keppninnar var Sandra D. Friðriksdóttir úr Myllubakkaskóla og fékk hún 15.000 króna viðurkenningu frá Sparisjóðnum. Í öðru sæti var Hildur Haraldsdóttir úr Holtaskóla og Margrét Kara Sturludóttir úr Njarðvíkurskóla varð í þriðja sæti. Það voru 13 verðugir fulltrúar sjöundu bakkja grunnskólanna sem tóku þátt. Athygli vakti að það var aðeins einn drengur í keppninni að þessu sinni. Keppnin fór fram í þremur umferðum, í fyrstu umferð var lesin saga, í annarri ljóð og í þriðju umferð lásu keppendurnir ljóð að eigin vali. Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu tónlistaratriði á meðan dómnefnd var að störfum. Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar vou við verðlaunaafhendinguna í gær.