Glæsileg jólasýning fimleikadeildar
Mikill fjöldi sótti glæsilega jólasýningu Fimleikadeildar Keflavíkur í húsnæði deildarinnar í gær. Ungt fimleikafólk og það elsta í deildinni fór á kostum á sýningunni sem var fjölbreytt og skemmtileg.
Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni en Fimleikadeild Keflavíkur fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Við munum sýna fleiri myndir á næstunni og fjalla meira um afmæli deildarinnar. Páll Orri Pálsson tók meðfylgjandi myndir.