Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsileg glerlistaverk í Grindavík
Laugardagur 30. apríl 2005 kl. 18:26

Glæsileg glerlistaverk í Grindavík

Jónas Bragi Jónasson opnaði í dag einkasýningu sína í listsal Saltfisksetursins i Grindavík. Jónas er einn fremsti glerlistamaður landsins og eru fjölmörg glæsileg verk hans á þessari skemmtilegu sýningu, sem ber yfirskriftina Ólgur.

Jónas sagði í samtali við Víkurfréttir að honum litist afar vel á salinn í Saltfisksetrinu. Hann væri tvímælalaust einn sá besti á landinu og væri slegist um að sýna í honum ef hann væri á höfuðborgarsvæðinu.
Sýningin stendur til 29. maí og er Saltfisksetrið opið alla daga frá kl. 11 til 18
VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024