Glæsileg flugeldasýning í kvöld
Fjölskylduskemmtun Björgunarsveitarinnar Suðurnes verður í húsi sveitarinnar að Holtsgötu 51 í kvöld 28. des kl. 20. Jólasveinar mæta á svæðið og glæsileg flugeldasýning verður í boði Sparisjóðsins í Keflavík. „Sýningin verður flottari en á Ljósanótt svo við segjum bara, ekki missa af henni“, sögðu forsvarsmenn björgunarsveitarinnar við Víkurfréttir í gær.