ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Mannlíf

Glæsileg flugeldasýning í anda Ljósanætur
Laugardagur 5. september 2009 kl. 23:03

Glæsileg flugeldasýning í anda Ljósanætur


Á bilinu 40-50 þúsund manns voru á hátíðarsvæði Ljósanætur í kvöld og nutu veglegrar kvölddagskrár þar sem valinkunnir tónlistarmenn tróðu upp. Hápunktur kvöldsins var Suðurnesjasvítan en þar fluttu úrvals tónlistarmenn lög úr tónlistararfi Keflavíkurpopparanna sem mörkuðu spor í Íslenska tónlistasögu á öndverðum sjöunda áratugnum.
Tónlistardagskránni lauk með Ljósanæturlaginu í ár, „Ég sá ljósið, sem tileinkað er minningu Rúnars Júlíussonar.

Dagkrá kvöldsins lauk svo formlega með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Umferð frá hátíðarsvæðinu hefur gengið prýðilega í kvöld.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Svipmyndir frá kvöldinu eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta, sjá hér


Myndband frá tónlistardagskrá kvöldsins er í Vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is

---

VFmynd/elg.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25