Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 8. september 2002 kl. 01:35

Glæsileg flugeldasýning á Ljósanótt

Björgunarsveitin Suðurnes á mikið hrós skilið fyrir flugeldasýninguna sem fram fór á hápunkti Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Sýningin, sem var í boði Sparisjóðsins í Keflavík, var ein sú glæsilegasta sem haldin hefur verið í Keflavík hin síðari ár.Það voru sannarlega engin stjörnuljós á sýningunni í kvöld, heldur sprakk hver risabomban á fætur annarri, svo undir tók í berginu og fólkið á bakkanum lét svo sannarlega hrifningu sína í ljós. Flugeldasýningunni lauk svo með rauðri blysför að bjargbrúninni og sést hún á meðfylgjandi mynd Hilmars Braga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024