Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsileg dagskrá Hreyfiviku 23. - 29. maí
Miðvikudagur 18. maí 2016 kl. 12:20

Glæsileg dagskrá Hreyfiviku 23. - 29. maí

Nú er sumarið brostið á því um að gera að nýta veðurblíðuna til að hreyfa sig. Dagana 23. til 29. maí stendur yfir Hreyfivika (Move Week) í Evrópu. Grindavíkurbær tekur þátt í þriðja skipti og hafa undirtektirnar verið framar vonum í ár. Hreyfivikan hefur verið að hausti til en var færð núna í byrjun sumars. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurhópa. Dagskráin er í bæklingi sem dreift verður í öll hús á morgun og er einnig í viðhengi. Á baksíðunni er ljóðagönguhringur. Vakin er athygli á því að Grindavík tekur þátt í sundkeppni sveitarfélaga.

Tilgangur Hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture  Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis. Skipuleggjendur Hreyfivikunnar í Grindavík eru frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar í samstarfi við forvarnarteymi UMFG, skóla, félög, stofnanir og ýmsa fleiri aðila sem koma að hreyfingu á einn eða annan hátt.

Það er von okkar að sem flestir íbúar Grindavíkurbæjar kynni sér það sem í boði er í Hreyfvikunni og taki þátt í einhverjum viðburðanna, skilji líka bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna. Vonandi getur hún einnig verið einhverjum hvatning til aukinnar hreyfingar eða þátttöku í íþróttum.

Við þökkum kærlega öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn og boðið upp á glæsilega viðburði í Hreyfivikunni.

Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi, segir í tilkynningu frá Grindavíkurbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024